Einstaklingsmiðuð fjarkennsla fyrir íslenska hesta og knapa þeirra

Sannur hestamaður er þakklátur – ekki gráðugur. Hann hættir ávallt
þegar hesturinn er bestur.
Einar Höskuldsson

Langar þig að læra af einum farsælasta knapa okkar Íslendinga?

Fjarkennsla Rúnu er einstaklingsmiðuð fjarkennsla fyrir knapa íslenskra hesta.

Rúna Einarsdóttir heldur í hönd nemenda frá upphafsreit að áningu –
og þaðan alla leið að settu marki.

Með gagnkvæman skilning manns og hests að vopni – verður leiðin greið. Komdu og vertu með á þinni stund, á þínum stað, á þínum forsendum – en þó fyrst og fremst á forsendum hestsins.

Saga Rúnu og Orra frá Þúfu er ein af þessum hjartnæmu minningum hins lánsama þjálfara.

Taktu þátt í samfélaginu okkar og fáðu almenna fræðslu og svör við spurningum. Síðast en ekki síst – skyggnstu með okkur inn í höll minninganna – hvar Orri, Dimma, Otur, Angi og ótal fleiri dvelja …