FRÆÐSLA

Í fræðsluáskrift felst aðgangur að fræðigreinum, myndefni og myndum. Farið verður í alla helstu þætti hestamennskunnar, allt frá fóðrun og almennri umhirðu, yfir í umgengni, frumtamningu, gangsetningu og uppbyggingu hesta með mismunandi hlutverk.

GULLKORN

„Alltaf hætta þegar hesturinn er bestur“ – sagði Einar heitinn á Mosfelli við unga dóttur sína..

Góður reiðkennari miðlar gullkornum sem festast í minni nemenda. Við munum deila uppáhalds gullkornum Rúnu með áskrifendum – ásamt gullkornum margra af helstu reiðsnillingum sögunnar.

SÖGUSTUND

Á leið sinni – frá Mosfelli í Svínadal, um Kjöl, í stóðhestastöðina í Gunnarsholti, til Þýskalands og aftur til baka – hefur Rúna kynnst mörgum af merkustu hestum og hestafólki sögunnar. Með sögustundinni verður áskrifendum gert kleift að skyggnast á bak við tjöldin.

HEST-ÍSLENSK ORÐABÓK

Grundvöllur þjálfunar er sambandið milli manns og hests. Lykillinn að góðu sambandi felst í skilningi. Fyrirfram ákveðin röð ábendinga – undirbyggir fyrirsjáanlegt svar hests.

Við ætlum að freista þess að byggja upp fyrstu hest-íslensku orðabókina.

SPURNINGABANKINN

Ótal spurningar vakna daglega í huga þess sem temur og þjálfar hest. Áskrifendur hafa aðgang að spurningabankanum þar sem svör verða birt við útvöldum spurningum.