
HVER SEM ER
Allir góðir hestar byggja á sama góða grunni, hvort sem þeir eru notaðir til útreiða, keppni, smalamennsku eða ferðalaga.
Á þeim grunni viljum við hjálpa öllum gerðum hesta og hestafólks að varða leiðina að settu marki.
HVAR SEM ER
Hringinn í kringum landið, hringinn í kringum jörðina, finnst metnaðarfullt hestafólk. Búseta sumra þeirra hefur hamlandi áhrif á aðgang að reiðkennslu. Við viljum jafna stöðu hestafólks í þessu tilliti og veita þeim tækifæri til að vaxa í sinni hestamennsku óháð búsetu og aðstöðu.


HVENÆR SEM ER
Hestur nemur í gegnum taum þegar hjartsláttur knapans eykst. Streita á enga samleið með þjálfun hesta. Í annríki nútímasamfélags er mikilvægt að geta valið góða stund til þjálfunar. Það frelsi fæst í Fjarkennslu Rúnu sem gerir ekki kröfu um ákveðinn stað eða stund – aðeins rétt hugarástand.
HEILDSTÆTT FERÐALAG
Þjálfun hests er ferðalag sem aldrei lýkur. Því er mikilvægt að hafa aðgang að samfelldri aðstoð sem byggir á þekkingu á hesti og knapa – byggir á heildrænni sýn.
Í áskrift að Fjarkennslu Rúnu felst persónulegt stöðumat, markmiðasetning, utanumhald um árangur og síðast en ekki síst – samfelld kennsla og stuðningur – alla leið í áningu. Og svo þaðan í þá næstu … og næstu …
