1. ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Fjarþjálfun Rúnu ehf.
Strandvegur 9, Garðabær
info@fjarkennslarunu.is
Kennitala: 430719-1490
Símanúmer: 697 7416

Öryggisskilmálar (vernd persónuupplýsinga)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Allt það efni sem áskrifandi fær aðgang að er í eigu Fjarkennslu Rúnu. Óheimilt er að afrita efnið, deila því, birta eða dreifa til annarra án sérstaks leyfis Fjarkennslu Rúnu.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það tekið fyrir héraðsdómi þar sem fyrirtækið er með lögheimili.

Greiðsluupplýsingar

Við tökum við eftirfarandi kortum. Heildarfjárhæð sem kemur fram á heimasíðu er með vaski. Korthafi fær staðfestingu í tölvupósti þegar greiðslu er lokið.

2. REIÐKENNSLUÁSKRIFT

Skilmálar

Fjarkennsla Rúnu ber ekki ábyrgð á slysum eða áföllum sem kunna að verða í tengslum við þjálfun áskrifenda á hestum sínum. Starfsmenn Fjarkennslu Rúnu eru ekki viðstaddir þegar áskrifandi þjálfar hest sinn og geta því ekki staðið vörð um að æfingum sé beitt með réttum hætti.

Við viljum hvetja áskrifendur til að hafa samband við okkur ef ráðleggingar, leiðbeiningar um æfingar eða annað er óskýrt á tölvupóstfangið info@fjarkennslarunu.is eða á reiðkennslutengdri Facebook-síðu viðkomandi. Mikilvægt er að áskrifendur meti andlegt og líkamlegt ástand sitt og hestsins hverju sinni með tilliti til þjálfunarinnar. Verði neikvæðra breytinga vart, svo sem eymsla, hegðunarvanda eða annarra vandamála er mikilvægt að hafa samband við starfsmenn Fjarkennslu Rúnu.

Fjarkennsla Rúnu ábyrgist ekki árangur af áskriftinni. Mismunandi knapar framkvæma æfingar með mismunandi hætti og mismunandi hestar bregðast með mismunandi hætti við æfingum, þjálfunaraðferðum og aðstæðum. Þá er reiðkennsla lifandi grein í sífelldri þróun. Af því leiðir að ráðgjöf, æfingum, leiðbeiningum og öðru efni er miðlað eftir bestu vitund reiðkennara hverju sinni, en án ábyrgðar á þeim afleiðingum sem framkvæmd knapa og hesta kann að hafa. Þá ber að hafa í huga að þjálfun hests tekur langan tíma. Mikilvægt er að sýna þolinmæði og gleyma því aldrei að andlegt og líkamlegt heilbrigði hestsins skyldi alltaf ganga fyrir.

Endurgreiðsla

Hægt er að segja upp mánaðarlegum greiðslum og tekur uppsögnin þá gildi næstu mánaðamót. Ekki er hægt að fá endurgreiddan þann mánuð sem þegar hefur verið greiddur nema sérstakar aðstæður hafi komið upp, svo sem, ef skyndileg heilsufarsvandamál koma upp hjá knapa eða hesti. Við hvetjum áskrifendur til að hafa samband á netfangið info@fjarkennslarunu.is ef slík tilfelli koma upp og við reynum að finna ásættanlega lausn.

3. FRÆÐSLUÁSKRIFT

Skilmálar

Allt það efni sem áskrifandi fær aðgang að er í eigu Fjarkennslu Rúnu. Óheimilt er að afrita efnið, deila því, birta eða dreifa til annarra án sérstaks leyfis Fjarkennslu Rúnu.
Reiðkennsla er lifandi grein í sífelldri þróun. Af því leiðir að almennri fræðslu, myndböndum af æfingum, leiðbeiningum og öðru efni er miðlað eftir bestu vitund reiðkennara hverju sinni. Fjarkennsla Rúnu ábyrgist ekki árangur af áskriftinni enda geta starfsmenn Fjarkennslu Rúnu ekki haft stjórn eða yfirsýn yfir hvernig áskrifendur haga sinni þjálfun. Fjarkennsla Rúnu vill þó koma því á framfæri að þjálfun hests kallar á þolinmæði. Andlegt og líkamlegt heilbrigði hests skyldi alltaf ganga fyrir.
Með kaupum á áskrift ábyrgist þú að þú sért lögráða eða hafir leyfi frá forráðamanni til þess að greiða fyrir áskrift og samþykkja skilmála þessa.

Endurgreiðsla

Hægt er að segja upp mánaðarlegum greiðslum og tekur uppsögnin þá gildi næstu mánaðamót. Ekki er hægt að fá endurgreiddan þann mánuð sem þegar hefur verið greiddur.