RÚNA EINARSDÓTTIR

„Erindi mitt í lífinu var að umgangast hesta. Ástríða mín um ævina var augljóslega sú að laða það besta fram í fari þeirra.“

(Rúna – örlagasaga)

Rúna Einarsdóttir er einn reyndasti þjálfari, knapi og reiðkennari Íslandshestaheimsins. Hún skaust upp á stjörnuhimininn ung að árum með tamningu og sýningu á Orra frá Þúfu og tvöföldum sigri á Landsmóti hestamanna árið 1990, annars vegar í b-flokki og hins vegar í tölti, á Dimmu frá Gunnarsholti. Síðan þá hefur Rúna orðið Íslandsmeistari, þýskur meistari, heimsmeistari og sinnt reiðkennslu víða um heim.

Rúna hefur síðari ár einbeitt sér að reiðkennslu og þjálfun hesta í sinni eigu. Hún fetar nú nýja braut og býður gömlum jafnt sem nýjum nemendum, hérlendis og erlendis, fræðslu, utanumhald og reiðkennslu í gegnum þetta fyrsta fjarkennsluverkefni fyrir íslenska hesta og hestamenn.

FANNEY HRUND HILMARSDÓTTIR

Fanney Hrund og Rúna kynntust sumarið 2011 þegar Fanney vann ásamt eiginmanni sínum á búgarði Rúnu í Þýskalandi. Fanney er menntaður lögfræðingur og starfaði fram til ársins 2017 sem héraðsdómslögmaður. Við tók heimshornaflakk og síðan ársdvöl í Ástralíu þar sem hún kynntist Íslandshestaeigendum bæði í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þar kviknaði hugmyndin um að nýta nútímatækni til að færa þekkingu og reynslu til þeirra sem vilja þiggja hana á sínum tíma, á sínum stað og á sínum forsendum. Fanney hefur síðan þá einbeitt sér að ritstörfum og stofnun Fjarkennslu Rúnu.

HESTARNIR

Rétt er að geta hinna ferfættu starfsmanna – félaga fortíðar og nútíðar – og allar þær kennslustundir sem þeir hafa gefið af sér. Án þeirra væru engar myndir, myndbönd, sögur eða þekking til að miðla.

FÓLKIÐ OKKAR

Verkefnið Fjarkennsla Rúnu á sér marga velunnara sem við kunnum bestu þakkir fyrir aðstoðina. Má þar helst nefna Baltasar Breka Baltasarsson, kvikmyndatökumann, Magnús Guðmundsson, viðskiptafræðing, Söndru Steinþórsdóttur, leikstjóra, Tinnu Dögg Kjartansdóttur, markaðsfræðing og Unu Sigurðardóttur, ljósmyndara.

Listi yfir ljósmyndara:

Una Sigurðardóttir, Fanney Hrund Hilmarsdóttir, Reinhard Loidl, Angelique Hofman, Patricia Stroucken, Sigurður Sigmundsson, Eiríkur Jónsson.